Dagsetningar 2016 

 

SKRÁNING Í 10 til 12 ára SMIÐJUR

3. september - Raftónlistarsmiðja 

10. & 11. september - Rappsmiðja

17. september - Plötusnúðasmiðja

 

SKRÁnING Í 13 til 16 ára SMIÐJUR

4. september - Raftónlistarsmiðja 

10. og 11. september - Rappsmiðja 

18. september - Plötusnúðasmiðja 

24. & 25. september - Tónlistarmyndbandasmiðja


Skráning er hafin í allar rokksmiðjur í haust! Í Rokksmiðjum er boðið upp á að kynnast nýjum og ferskum hliðum af tónlistarstarfinu. Rokksmiðjurnar eru ýmist í heilan dag, frá 10 til 17  eða yfir eina helgi. Rokksmiðjur eru fyrir allar stelpur, transkrakka & kynsegin krakka á aldrinum 10 til 16 ára. Engin reynsla er nauðsynleg.

Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Viðmiðunarþátttökugjald í raftónlistarsmiðju, rappsmiðju og plötusnúðasmiðju er 5.000 krónur. Viðmiðunarþátttökugjald í tónlistarmyndbandasmiðju er 10.000 krónur. 

 

UM SMIÐJURNAR

 

rappsmiðja Reykjavíkurdætra

Brakandi fersk rappsmiðja þar sem Reykjavíkurdætur leiða okkur um rappið sem tónlistarform og skoða og spjalla um ýmsar flottar rappkonur víðsvegar að úr heiminum.  Farið er í skapandi textavinnu og unnið í flæði og flutningi rapptexta. Athugið að  10 til 12 ára rappsmiðja er frá 9:30 til 13 laugardag og sunnudag. 13 til 16 ára rappsmiðja er frá 13:30 til 17 laugardag og sunnudag. 

tónlistarmyndbandasmiðja

Ein vinsælasta rokksmiðja Stelpur rokka! Í tónlistarmyndbandasmiðjunni tökum við upp og leikstýrum okkar eigin tónlistarmyndbandi! Þátttakendur læra á  helstu myndbandagræjur, skrifa handrit,  taka upp myndbandið og klippa.  Smiðjunni lýkur með frumsýningu á myndböndunum.

 

plötusnúðasmiðja

Í smiðjunni læra þátttakendur um sögu og þróun plötusnúðastarfsins og nokkrir þekktir kvenkyns plötusnúðar verða kynntir til leiks. Kennt verður á helstu plötusnúðagræjur og farið í gegnum grunnatriðin í skífuþeytingum. Plötusnúðarnir Sunna Ben og Silja Glömmi sjá um smiðjuna en þær eiga báðar langan plötusnúðaferil að baki. 

 

raftónlistarsmiðja

Raftónlistarkonan kynngimagnaða Kira Kira leiðir okkur í gegnum leyndardóma raftónlistar í sínum víðustu víddum.  Þáttakendur fá kennslu á ýmis raftónlistarforrit og farið í grunnatriði taktgerðar og útsetninga. Vinnusmiðjunni lýkur með glæsilegum tónleikum á frumsömdum lögum!