Rokkbúðir í Reykjavík 2024

 

13-16 ÁRA - 10.-14. JÚNÍ 2024

10-12 ÁRA - 18.-21 JÚNÍ 2024

SKRÁNING AUGLÝST SÍÐAR

IMG_2383.JPG

Rokkbúðir fyrir 10 til 12 ára

10 til 12 ára rokkbúðir í Reykjavík verða haldnar í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2 dagana 10.-14. júní 2024.

Rokkbúðirnar eru haldnar frá kl 10 til 17 alla dagana. 

Í rokkbúðunum er þátttakendum boðið upp á dagskrá sem samanstendur af hljóðfæratímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, tónleikaheimsóknum, hópeflisleikjum, hressingu, þemavinnu og tilkomumiklum lokatónleikum þar sem hver hljómsveit flytur frumsamið lag fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Viðmiðunarþátttökugjald  30.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. Aðgengi er gott í húsnæðinu. 

IMG_2574.JPG

Rokkbúðir fyrir 13 til 16 ára

13 til 16 ára rokkbúðir í Reykjavík verða haldnar í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 10.-14 júní 2024.

Rokkbúðirnar eru haldnar frá kl 10 til 17 alla dagana. 

Í rokkbúðunum er þátttakendum boðið upp á dagskrá sem samanstendur af hljóðfæratímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, tónleikaheimsóknum, hópeflisleikjum, hressingu, þemavinnu og tilkomumiklum lokatónleikum þar sem hver hljómsveit flytur frumsamið lag fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Viðmiðunarþátttökugjald  30.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. Aðgengi er gott í húsnæðinu. 

Gætt verður fyllsta hreinlætis.

Okkur foreldrum [...] sem tók þátt vikuna 12.-15. júní, langar að koma innilegum þökkum til ykkar! Hún var alsæl með námskeiðið og ætlar pottþétt að taka þátt aftur!
Áfram þið :-)

Mig langar bara að koma á framfæri ánægju minni með námskeiðið. Alveg hreint frábært hjá ykkur. Ég vissi að þetta yrði gaman og þroskandi en við mæðgur urðum enn ánægðari en við bjuggumst við. Ég skil vel af hverju það er alltaf fullt hjá ykkur.

Mig langaði bara að þakka kærlega fyrir hana [...]Barnið er búið að vera insperað alla vikuna og langar að halda áfram. [...] Ástarþakkir fyrir barnið, þetta er algerlega stórkostlegt starf sem þið eruð að vinna.
— Tilvitnanir frá ánægðum foreldrum rokkbúðaþátttakenda 2017