Rokkbúðir fyrir 10 til 12 ára

10 til 12 ára rokkbúðir í Reykjavík verða haldnar í húsnæði Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 dagana 12. til 15. júní 

Í rokkbúðunum er þátttakendum boðið upp á  28 klukkutíma dagskrá sem samanstendur af hljóðfæratímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, tónleikaheimsóknum, hópeflisleikjum, hressingu, þemavinnu og tilkomumiklum lokatónleikum þar sem hver hljómsveit flytur frumsamið lag fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Viðmiðunarþátttökugjald  25.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. 

Rokkbúðir fyrir 13 til 16 ára

13 til 16 ára rokkbúðir í Reykjavík verða haldnar í húsnæði Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 dagana 26 júní . til 30. júní 

Í rokkbúðunum er þátttakendum boðið upp á 36 klukkutíma dagskrá sem samanstendur af hljóðfæratímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, tónleikaheimsóknum, hópeflisleikjum, hressingu, þemavinnu og tilkomumiklum lokatónleikum þar sem hver hljómsveit flytur frumsamið lag fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Viðmiðunarþátttökugjald  30.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku.