Dagsetningar 2017 

Skráning í rokkbúðir fyrir 10 til 12 ára 

5. júní -  8. JÚNÍ 

Skráning í rokkbúðir fyrir 13 til 16 ára 

8. ÁgÚst -  11. ÁgÚST

Stelpur rokka! Norðurland bjóða upp á rokkbúðir á Akureyri sumarið 2017 fyrir 10 til 12 & 13 til 16 ára stelpur og transkrakka í samstarfi við Rósenborg menningarmiðstöð. Búðirnar eru 4 - 5 daga langar og hver dagur er troðfullur af hljóðfærakennslutímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, hópumræðum, tónlistarheimsókn, skemmtilegum leikjum, föndri og hressingu og í lokin eru haldnir glæsilegir rokktónleikar!

Engri stelpu er vísað frá sökum fjárskorts. Lesa meira um stefnu okkar um valfrjáls þátttökugjöld.

Tónleikarnir í kvöld voru frábærir, lygilegt að sjá hvað stelpurnar voru búnar á gera á nokkrum dögum. Þið sem standið að þessu eigið heiður skilið fyrir starf ykkar, á eiginlega ekki orð til að lýsa ánægju minni með ykkur.

Gleymi aldrei þessum degi, svo mikil gleði og góðir straumar og innilegustu þakkir til ykkar sem gerðu þetta mögulegt :)
— Foreldrar þátttakenda í rokkbúðum á Akureyri 2013