Dagsetningar 2018
*NÝTT!* Rokkbúðir á Egilsstöðum - 27. til 29. apríl
skráning hafin hjá mmf@egilsstadir.is eða í síma 897-9479
*NÝTT!* ROkkbúðir á Patreksfirði - 12. til 13. maí
Skráning í rokkbúðir á Patreksfirði - frestur til 4 maí!
KVennarokkbúðir Í reykjavík - 1. til 3. júní
*NÝTT!* 13 til 17 ára Hinsegin rokkbúðir í Reykjavík - 18. til 19. jÚní
10 til 12 ára rokkbúðir Í reykjavík - 11. til 14. júní
Skráning í 10 til 12 ára rokkbúðir
13 til 16 ára rokkbúðir í Reykjavík - 25. til 29. júní
Skráning í 13 til 16 ára rokkbúðir
10 til 12 ára rokkbúðir Á akureyri - 11. til 15. júní
Skráning í 10 til 12 ára á Akureyri
13 til 16 ára rokkbúðir á Akureyri - 18. til 22. júní
Skráning í 13 til 16 ára á Akureyri
* NÝTT!* alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín fyrir 16 til 30 ára - 23. til 29. júlí
* NÝTT!* 12 til 16 ára rokkbúðir á Seyðisfirði - 6. til 10. ágúst
Skráning í rokkbúðir á Seyðisfirði
Við hvetjum vini okkar og velunnara að fjölmenna á tónleikaviðburð á föstudaginn 27. apríl á Húrra. Nemendur og kennarar við Listaháskóla Íslands skipuleggja viðburðinn og allur ágóði af kvöldinu rennur í græjukaupasjóð Stelpur rokka! - Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn og vonumst til að sjá sem ykkur sem flest!
Í ár standa Stelpur rokka! í fyrsta sinn fyrir rokkbúðum fyrir 13-17 ára hinsegin og kannski hinsegin ungmenni af öllum kynjum - þarft ekki að vera viss um að vera hinsegin :)
Við erum mjög spennt að tilkynna að stelpur rokka! verða í fyrsta skipti með rokkbúðir í öllum fjórum landsfjórðungum í sumar!
Stelpur rokka! kynna:
Alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín 23. - 29. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára!
Stelpur rokka! eru hluti af alþjóðlegu samstarfsneti rokkbúða og í sumar verða í fyrsta skipti haldnar alþjóðlegar rokkbúðir í Evrópu. Samtökin Ruby Tuesday í Berlín halda utan um ungmennarokkbúðirnar í júlí. Þar munu koma saman 60 ungmenni á aldrinum 16-30 ára, ásamt 30 skipuleggjendum og leiðbeinendum, frá 11 mismunandi rokkbúðasamtökum í Evrópu. Þátttaka í rokkbúðunum kostar ekkert. Öll ferðalög, gisting og matur er innifalið í þátttöku.
Gleðilegt nýtt rokkár!
Við þökkum kærlega fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu sem leið og hlökkum til að bjóða upp á fleiri rokkbúðir, smiðjur og námskeið í ár!
Skráning er hafin á 10 vikna hljóðfæranámskeið sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Stelpur rokka! eru femínísk sjálfboðaliðasamtök. Við eflum og styrkjum stelpur (cís og trans), konur, trans stráka og kynsegin fólk í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.